Skjálfti stóð af sér skjálftann

Bjórinn Skjálfti stendur nú undir nafni en að sögn Bjarna Einarssonar, forstjóra fyrirtækisins sem framleiðir Skjálfta, varð framleiðslunni ekkert meint af skjálftanum stóra.

„Já, Skjálfti stóð af sér skjálftann,“ segir Bjarni.

Verksmiðjan er um 12 kílómetra austur af Selfossi og Bjarni tekur fram að árið 2000 hafi upptökin verið mun nær og skjálftinn mun harðari. „Það urðu engar skemmdir á brugghúsinu eða okkar framleiðslu núna eftir því sem við komumst næst,“ segir Bjarni.

Hann segir að skjálftinn hafi fundist mjög vel í verksmiðjunni en allt hafi sem betur fer sloppið vel. „Hugur okkar er hjá þeim sem lentu í líkams- og eignatjóni út af þessum skjálfta,“ tekur Bjarni fram.

jarni segir að ekki hafi verið þörf á að opna neinar bjórflöskur til að athuga hvort framleiðslan hafi skemmst, skjálftinn hafi ekki verið það stór að þörf væri á því. „Lagerinn er í fínu lagi, sem og vélarnar. Við fylgjumst vel með núna á næstunni hvort ekki sé allt í lagi.“
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert