Stranglega bannað að fara inn á hverasvæði

Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði
Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði mbl.is/Úlfur Óskarsson


Fjöldahjálparstöð í Hveragerði verður opin til morguns. Beinir almannaverndarnefnd Hveragerðis því til íbúa að hringja i í síma 483-4000 eftir aðstoð ef þeir hafa efasemdir um íbúðarhæfni fasteigna sinna.

Hverasvæði fyrir ofan Garðyrkjuskólann er lokað og aðgangur stranglega bannaður.
 
Íbúar snúi sér til tryggingafélaga sinna vegna tjóns bæði á mannvirkum og innbúi.
 
Fólk er hvatt til að nota ekki lyftur fyrr en annað verður ákveðið.
 
Fólk getur leitað til Rauða kross deildar Hveragerðis í grunnskólannum eftir sálrænni áfallahjálp þar sem Hjálparsveitin er einnig vera í viðbragðsstöðu og hefur símanúmerið 899 4112.
 

Frá hverasvæðinu
Frá hverasvæðinu mbl.is/Úlfur Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert