Álag á farsímakerfi Símans á jarðskjálftasvæðinu tvöfaldaðist á fyrsta klukkutímanum eftir skjálftann. Það má segja að skapast hafi svipað álag á skjálftasvæðinu eins og gerist um áramót þegar allir eru að reyna að ná í vini og ættingja, samkvæmt upplýsingum frá Símanum.
Álagið jókst einnig á höfuðborgarsvæðinu en var þó vel undir þeirri burðagetu sem kerfið býr yfir. Einhverjar frávísanir urðu í kerfum Símans fyrsta klukkutímann en eftir það var ekki um frávísanir að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Símanum.