TM með opið um helgina á skjálftasvæðum

Tryggingamiðstöðin hefur sett upp þjónustustöð í húsnæði Heilsustofnunar NLFÍ, Grænumörk 10 í Hveragerði og hefur einnig fjölgað starfsmönnum í umboði TM á Selfossi. Á þessum stöðum er tekið á móti tilkynningum vegna tjóna. Báðar þjónustustöðvarnar verða opnar um helgina frá klukkan níu til fjögur báða dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert