„Unnu kraftaverk í nótt"

Frá verslun Bónus á Selfossi í gær.
Frá verslun Bónus á Selfossi í gær. mbl.is/Golli

Tugir starfsmanna Bónus unnu hörðum höndum að hreingerningu í verslun Bónus í Hveragerði í nótt og stendur hreinsun nú yfir í versluninni á Selfossi.   Verslanirnar voru báðar illa farnar eftir skjálftann í gær en að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, var allt í rúst. Guðmundur segir sitt fólk hafa unnið kraftaverk í nótt.

„Við opnuðum í klukkan tíu í morgun í Hveragerði en starfsfólk okkar vann kraftaverk í nótt með hreingerningum," segir Guðmundur.  Í verslun Bónus á Selfossi hófst hreinsun klukkan sex í morgun og verður metið síðar í dag hvenær verslunin verður opnuð.  „Við stefnum á að vera búin að opna í fyrramálið," segir Guðmundur. 

Starfsfólk úr verslunum í Reykjavík var fengið til þess að aðstoða við að hreinsa upp en að sögn Guðmundar var ástand verslunarinnar á Selfossi verra en í Hveragerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert