Klefarnir hafðir opnir yfir nóttina

„Venjulega eru klefarnir lokaðir klukkan 10 en þeir voru hafðir opnir í nótt og í staðinn var aukin gæsla, þeim fannst það ákveðið öryggi,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, en fangelsið var rýmt um tíma vegna jarðskjálftans á fimmtudag.

Hún segir starfsmenn hafa staðið sig mjög vel enda margir kallaðir út sem ekki áttu að vera á vakt. „Þeir komu jafnvel þótt þeir væru að fara frá heimilum þar sem allt var í rúst. Fangarnir voru sem einn maður og það komu engin vandamál upp,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert