Leiðslur líklega illa farnar

Skemmdir urðu í mörgum húsum í Hveragerði.
Skemmdir urðu í mörgum húsum í Hveragerði.

Orlofshúsin í Ölfusborgum austan við Hveragerði eru mjög illa farin eftir jarðskjálftann á fimmtudag að sögn Kristjáns Finnssonar, forstöðumanns Ölfusborga.

„Það er allt lauslegt í rúst inni í bústöðunum og svo fóru náttúrlega í sundur vatnsleiðslur,“ segir hann. Kristján segir ekki komið í ljós hvort vatnstjón hefur orðið í bústöðunum þar sem hann hafi lokað fyrir vatn inn í hverfið við skjálftann til að koma í veg fyrir skemmdir. „En þetta er alveg feikilegt tjón. Þjónustuhúsin eru mjög mikið skemmd og hérna niður frá þar sem er íbúð fyrir fatlaða eru alveg rosalegar skemmdir. Við höfum grun um að frárennsli og slíkt sé líka illa farið. Flestir voru úti við þegar skjálftinn varð en fátt var í húsunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert