Vatnið í Árborg talið drykkjarhæft

Á heimili Björns Sigurðssonar á Selfossi hafði nánast allt brotnað …
Á heimili Björns Sigurðssonar á Selfossi hafði nánast allt brotnað sem brotnað gat í jarðskjálftunum. mbl.is/Golli

Ástand drykkjarvatns á jarðskjálftasvæðinu hefur verið rannsakað og vatnið í Árborg er nú talið drykkjarhæft. Hægt verður að nálgast drykkjarvatn á flöskum utan við söluskála Shell á Stokkseyri og við söluskála Olís á Eyrarbakka. Á Selfossi er unnt að nálgast drykkjarvatn í Tryggvaskála. Íbúum í Árbæjarhverfi í Ölfusi er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn.

Þjónustumiðstöðin í Tryggvaskála á Selfossi verður opin kl. 10–16 á morgun sunnudag. Fjöldahjálparstöðvum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur verið lokað. 

Sundlaug Selfoss verður lokið um sinn en auglýst verður sérstaklega hvenær hún verðu opnuð að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert