16 hús í Ölfusi rýmd vegna skemmda

Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Öflusi í skjálftunum á …
Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Öflusi í skjálftunum á fimmtudag. mbl.is/Frikki

Almannavarnanefnd Ölfuss ákvað í gær að loka 16 húsum í sveitarfélaginu vegna skemmda á þeim í kjölfar jarðskjálftanna. Um er að ræða íbúðarhús, útihús og atvinnuhúsnæði í dreifbýlinu á norðanverðu svæðinu.

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfus og formaður almannavarna, sagði við mbl.is, að húsin hafi verið skoðuð undanfarna tvo daga og ákveðið hafi verið að loka þessum húsum þar til þau verða skoðuð betur eftir helgina. Aðallega er um að ræða eldra húsnæði. Enginn hefðbundinn búskapur er á svæðinu en þar er ferðaþjónusta og hestabúskapur.

Ólafur Áki sagði, að einnig yrði gefin út tilmæli síðar í dag til fólks um að vera ekki á ferð á Ingólfsfjalli vegna hættu á grjóthruni. Fengnir yrðu sérfræðingar til að skoða fjallið eftir helgina og meta ástandið þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert