Boðað hefur verið til íbúafunda í Árborg í dag vegna jarðskjálftanna síðustu daga. Klukkan 17 verður fundur í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem fulltrúar frá sveitarfélaginu, almannavörnum, lögreglu, björgunarsveitum, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun og Viðlagatryggingu Íslands mæta. Þá verður fundur klukkan 20:30 í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þar sem fulltrúar frá sveitarfélaginu og helstu samstarfsaðilum mæta.