Á þriðja þúsund tjónatilkynningar hafa borist tryggingarfélögunum vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu um hve háar fjárhæðir er að ræða, en bæði hefur orðið mikið tjón á fasteignum og innbúi.
Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að unnið sé að því að fara vandlega yfir tjónasvæðið. Hann segir reynsluna vera þá að flest húsin standist jarðskjálfta ágætlega, en þegar litið sé til minniháttar tjóna þá sé það gríðarlega mikið
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:
Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu
Dregur úr spennu á skjálftasvæði
Sigur Clinton breytir engu
Hvalkjötið selt
Hollywoodsaga fuðraði upp