Íbúafundur í Ölfusi

Íbúafundir á skjálftasvæðinu hafa verið vel sóttir.
Íbúafundir á skjálftasvæðinu hafa verið vel sóttir. mbl.is/Golli

Almannavarnarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss boðar hér með til fundar með íbúum í dreifbýli Ölfuss um jarðskjálftana 29. maí og afleiðingar þeirra.

Á fundinn mæta auk nefndarmanna, skipulags- og byggingafulltrúi, félagsmálastjóri, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði hótels Eldhesta að Völlum í Ölfusi annað kvöld klukkan 20:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert