30 milljóna starfslok

Bjarni Ármannsson og Guðmundur Þóroddsson, sem voru forsvarsmenn REI.
Bjarni Ármannsson og Guðmundur Þóroddsson, sem voru forsvarsmenn REI. mbl.is/Frikki

Ekki var gerður starfslokasamningur við Guðmund Þóroddsson heldur samkomulag um að fara eftir ráðningarsamningi sem gerður var við hann í tíð R-listans 2002. Þar er kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest, en Guðmundur hafði um 2,6 milljónir í laun eða rúmar 30 milljónir á ári.

Hann var í leyfi frá OR frá hausti 2007 og gegndi stöðu forstjóra REI. Hjörleifur B. Kvaran tók við sem forstjóri OR og verður svo „enn um sinn“, samkvæmt samþykkt stjórnar OR. „Gengið verður frá þeim málum bráðlega,“ að sögn stjórnarformanns OR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka