Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti

Fyrsta langreyðin komin á land í Hvalfirði
Fyrsta langreyðin komin á land í Hvalfirði Rax

Bandarísk stjórnvöld óska eftir því við Íslendinga og Norðmenn að þeir endurskoði ákvörðun sína um að flytja hvalkjöt út til Japan. Að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins, Kurtis Cooper, eru bandarísk stjórnvöld afar ósátt við nýlegar fregnir um að hvalkjöt hafi verið flutt til Japans frá löndunum tveimur. 

Að sögn Cooper telja bandarísk stjórnvöld að ríkin tvö ættu frekar að hafa langtímahagsmuni í huga í stað skammtímasjónarmiða.

Tekið er fram í frétt Herald Tribune að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi komið til Íslands í síðustu viku og átt þar fund með utanríkisráðherra Íslands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka