Mikill fjöldi lítilla eftirskjálfta hefur riðið yfir í nágrenni Hveragerðis í kvöld. Sá stærsti var 3,2 stig á Richter samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands en upptök hans voru 7,7 km suður af Hveragerði. Fimm skjálftar sem eru yfir 3 stig á Richter hafa riðið yfir frá því síðdegis í gær. Sá stærsti mældist 4,3 stig á Richter.