Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur í Hæstarétti

Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa á árinu 2007, í félagi við aðra, staðið að innflutningi á samtals 4.639,50 g af amfetamíni og 594,70 g af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands í ágóðaskyni. Manninum er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 27. júní nk. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 7. mars sl.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. maí kemur fram að  ríkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál á hendur manninum en honum  er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um innflutninginn ásamt meðákærðu og notað sér aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsendingarfyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli til þess að miðla upplýsingum um hvernig skuli haga sendingu og móttöku fíkniefnanna þannig að þau kæmust til móttakanda efnanna hér á landi án afskipta yfirvalda og er efnin voru haldlögð gerði hann honum viðvart um það.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert