Ísbjörn við Þverárfjall

Frændi þessara ísbjarna hefur sést við Þverárfjallsveg.
Frændi þessara ísbjarna hefur sést við Þverárfjallsveg. AP

Lög­regl­an á Sauðár­króki hef­ur fengið fjór­ar til­kynn­ing­ar um að fólk hafi séð ís­björn við Þver­ár­fjalls­veg, milli Sauðár­króks og Skaga­strand­ar. Lög­regl­an er að fara á staðinn og kanna hvort þetta er rétt. Þór­ar­inn Leifs­son, bóndi á Keldu­dal í Skagaf­irði er einn þeirra sem sá ís­björn­inn.

„Ég var á leið vest­ur í Húna­vatns­sýslu rétt fyr­ir tíu í morg­un, og sé full­vax­inn ís­björn labba meðfram veg­in­um til aust­urs, ná­lægt skaga­af­leggj­ar­an­um, hann var bara að labba í ró­leg­heit­un­um að njóta góða veður­ins," sagði Þór­ar­inn í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Þór­ar­ins voru ís­jak­ar á Húna­fló­an­um í vet­ur og gæti ís­björn­inn því hafa verið hér í ein­hvern tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka