Bæjarrústirnar á Stöng í Þjórsárdal koma óvenjuilla undan vetri. Fremri skálarústin er eins og svað yfir að líta og steinarnir í eldstæðunum eru flestir komnir á hliðina. Deildarstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins segir að gengið hafi verið um skálana á viðkvæmum tíma í vetur þegar gólfin voru blaut.