Vissi fyrst í gær að vatnið væri mengað

Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði
Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði mbl.is/Úlfur Óskarsson

„Ég vissi það ekki fyrr en í dag [gær] að ég ætti að sjóða allt vatnið eða sækja mér vatn til Rauða krossins,“ segir íbúi í Hveragerði sem gagnrýnir að bæjarbúar hafi ekki verið varaðir nægjanlega við því að vatn þeirra væri ekki drykkjarhæft.

Dreifimiði með þessum upplýsingum hafi komið í hús í Hveragerði fyrst í gærkvöldi. Hann segist hafa heyrt ávæning af því á laugardaginn að hann hefði þurft að varast vatnið en ekki fundið neitt um það í fjölmiðlum, fólk hafi líka haft nóg fyrir stafni við að laga til á heimilum sínum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert