„Það kemur að mínu mati ekkert á óvart,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, um fiskveiðiráðgjöf Hafró sem kynnt var í dag. Hann kvaðst þó telja að það væri ótrúverðugt að minnka hrefnuveiðikvótann skyndilega úr 400 dýrum í 100.
Sævar sagði að í ráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár gengju eftir spár sem gefnar hafi verið út í fyrra. Það sé ljóst að komandi fiskveiðiár verði erfitt, líkt og það sem nú sé að líða.