Kom ekki á óvart

Friðrik Arngrímsson.
Friðrik Arngrímsson.

Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hafi ekki komið á óvart. Bæði hefði spá stofnunarinnar um þróun þorskstofnsins og togararallið í vetur bent til þessarar niðurstöðu. Hins vegar væri vissulega jákvætt, að hrygningarstofn þorsks sé að stækka.

Friðrik sagði, að útvegsmenn teldu, að of skart hefði verið farið í niðurskurð þorskaflaheimilda á síðasta ári; eðlilegt hefði verið að fara með aflamarkið í 150-160 þúsund tonn í stað 130 þúsund tonna. Þótt ljóst væri að samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði aflamarkið ekki minna en 130 þúsund tonn á næsta ári telji útvegsmenn að það eigi að vera 20-30 þúsund tonnum hærra.

Hann sagði ljóst að næsta fiskveiðiár verði erfiðara fyrir útgerðir, ef ekkert yrði að gert, en það sem nú er að ljúka, þrátt fyrir niðurskurðinn í fyrra. Þá hefðu margir gripið strax til ráðstafana og getað tekið með sér ónýtt þorskaflamark milli ára. Nú muni væntanlegur niðurskurður á ýsuafla bætast við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka