Síðasta sólarhringinn hefur dregið talsvert úr eftirskjálftavirkninni eftir Suðurlandsskjálftann þann 29. maí. Enn mælast samt nokkrir skjálftar á klukkustund. Um 120 skjálftar hafa mælst frá því klukkan 21 í gærkvöldi, þeir stærstu á stærðarbilinu 2 - 2,5.
Mest er virknin á aðal sprungunni, Kross-sprungunni, og á svæðinu þar til vesturs, en einnig hafa mælst nokkrir skjálftar undir Ingólfsfjalli og austan þess, þ. e. um 5 - 6 km NNA af Selfossi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áfram er fylgst með virkninni.