Sprunga í gegnum götu

Haukur Michelsen múrarameistari bendir á rifu sem kom í malbikið …
Haukur Michelsen múrarameistari bendir á rifu sem kom í malbikið framan við heimili hans í Heiðarbrún mbl.is/Guðmundur Karl

 „Sem bet­ur fer var ég ekki heima þegar þetta gekk yfir en var í kaffi hjá bróður mín­um hér ofar í bæn­um. Ég hefði ekki viljað vera stadd­ur inni í eld­húsi heima, eins og aðkom­an var,“ seg­ir Hauk­ur Michel­sen múr­ara­meist­ari í Heiðar­brún 21 í Hvera­gerði, en jarðskjálfta­sprung­an frá því fyr­ir viku ligg­ur und­ir húsið hans. Húsið er stein­steypt raðhús og seg­ir Hauk­ur að jarðskjálft­inn hafi rifið gafl­inn frá hús­inu.

„Þetta er meira en tvær túp­ur af akríl og máln­ing,“ sagði Hauk­ur um hvað þyrfti til að gera við húsið. Hann kvaðst þó ekki hafa orðið fyr­ir meira tjóni en marg­ir aðrir í bæn­um. Leirtau hefði brotnað og ým­is­legt fleira en ótrú­leg­ustu hlut­ir einnig sloppið.

Hjá Hauki er þrennt í heim­ili og hef­ur fjöl­skyld­an ekki sofið í hús­inu eft­ir jarðskjálft­ann held­ur dvalið í hjól­hýsi fyr­ir utan heim­ili sitt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka