Segja upp viðskiptum við Símann

Kaþólska kirkjan á Akureyri
Kaþólska kirkjan á Akureyri mbl.is/Sigurður Ægisson

Tæpur þriðjungur meðlima Félags kaþólskra leikmanna, eða um fimm þúsund manns, hefur sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem auglýsingaherferð Símans er fordæmd. Í undirskriftinni felst að slíta öllum viðskiptum við fyrirtækið.

Að sögn Guðmundar Más Sigurðssonar, sem situr í stjórn Hafnarfjarðardeildar félagsins, voru margir afar ósáttir við auglýsinguna sem birtist fyrir jól með Jón Gnarr í hlutverki Júdasar. Fjölmargar kvartanir voru lagðar fram en látið þar við sitja. Sjónvarpsauglýsingin, sem nýlega er farin í loftið og sýnir Jón Gnarr í hlutverki Galíleó Galílei fyrir rannsóknarréttinum í Páfagarði, er hinsvegar kornið sem fyllir mælinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert