Veiði byrjar vel í Blöndu

Laxveiði hófst í morgun í Norðurá og Blöndu. Enginn fiskur var kominn á land í Norðurá um klukkan átta en  fimm laxar höfðu veiðst í Blöndu. Fiskarnir eru allir á bilinu 10-12 pund, allt hrygnur, að sögn Inga Freys Ágústssonar, yfirveiðivarðar.

Ingi Freyr sagði, að laxarnir hefðu allir veiðst á 1. svæði á svokölluðu Dammi. Allir komu fiskarnir á maðk en áin er mjög lituð, að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Lax-á. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert