Tollgæslan á Seyðisfirði fann meira en 150-200 kíló af ætluðu hassi í húsbíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki tilviljun að efnin fundust og hafði tollgæslan einhverja vitneskju um að fíkniefni kynnu að vera um borð í skipinu.
Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til níunda júlí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands. Málið er á algeru frumstigi, en samkvæmt heimildum er litið svo á að það sé umfangsmikið.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:
Margra saknað eftir flugslys í Súdan
Hlutabréf Eimskips í frjálsu falli
Eldsneytishækkanir hafa gríðarleg áhrif
Kerstin mun ná fullri heilsu
Malbikað af miklum móð