Mikið magn fíkniefna fannst í Norrænu

Tollgæslan á Seyðisfirði fann talsvert magn af meintu hassi í húsbíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Einn erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí n.k. í Héraðsdómi Austurlands.

Við afgreiðslu Norrænu naut Tollgæslan á Seyðisfirði aðstoðar Tollgæslunnar í Reykjavík, lögreglunnar á Seyðisfirði og lögreglunnar á Akureyri. Málið hefur verið sent fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari rannsóknar og verður hassið flutt til Reykjavíkur í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka