Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur að höfðu samráði við yfirvöld, boðist til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af því að bjarga ísbirninum sem gekk á land í Skagafirði og koma honum í öruggt og varanlegt umhverfi.
Í tilkynningu frá Novator segir, félagið líti á björgun ísbjarnarins sem framlag til náttúruverndar þar sem um sé að ræða alfriðað dýr.