Beðið með að ráða til REI

Beðið verður með að ráða nýjan forstjóra Reykjavík Energy Invest (REI), útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur (OR), þar til ákvarðanir liggja fyrir um rekstrarform fyrirtækisins. Eins og áður er fram komið hefur Guðmundur Þóroddsson látið af störfum sem forstjóri OR. Hann hefur undanfarna mánuði starfað sem forstjóri REI. Í hans fjarveru hefur Hjörleifur Kvaran starfað sem forstjóri OR. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemi REI á að vera til framtíðar en stjórn félagsins vinnur að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka