Beðið með að ráða til REI

Beðið verður með að ráða nýj­an for­stjóra Reykja­vík Energy In­vest (REI), út­rás­ararms Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR), þar til ákv­arðanir liggja fyr­ir um rekstr­ar­form fyr­ir­tæk­is­ins. Eins og áður er fram komið hef­ur Guðmund­ur Þórodds­son látið af störf­um sem for­stjóri OR. Hann hef­ur und­an­farna mánuði starfað sem for­stjóri REI. Í hans fjar­veru hef­ur Hjör­leif­ur Kvar­an starfað sem for­stjóri OR. Enn hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um hvernig starf­semi REI á að vera til framtíðar en stjórn fé­lags­ins vinn­ur að mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka