Búið að borga 250 milljónir

Úr verslun Nóatúns á Selfossi
Úr verslun Nóatúns á Selfossi

Viðlagatrygging Íslands hefur borgað á milli 250 og 300 milljónir króna í bætur vegna tjóns á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi.

Aðeins er byrjað að bæta tjón á lausamunum fólks og ennþá er verið að meta tjón á byggingum.

Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir um sextíu byggingar séu í mati. „Við erum ekki byrjaðir að bæta tjón á húseignum og það er ekki hægt að segja til um hvenær mat á tjónum liggur fyrir. Þetta eru þau hús sem verst eru farin og við reynum að forgangsraða matinu með þeim hætti. Það er hinsvegar ljóst að mikill fjöldi húsa hefur orðið fyrir skemmdum og þau tjón geta verið að koma fram næstu árin þess vegna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka