Búið að greiða 400 milljónir eftir skjálftann

Gríðarlegt grjóthrun varð úr Ingólfsfjalli í skjálftanum. Þá mynduðust nýir …
Gríðarlegt grjóthrun varð úr Ingólfsfjalli í skjálftanum. Þá mynduðust nýir leirhverir við Hveragerði. mbl.is/Guðmundur Karl

Búið er að tilkynna um tjón á allt að eitt þúsund byggingum eftir Suðurlandsskjálftann 29. maí síðastliðinn. Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, forstjóra Viðlagatryggingar Íslands, er verið að meta tjón á þeim byggingum sem mest eru skemmdar. „Við erum með um 170 hús í mati og munum ganga frá fyrstu málunum upp úr helginni, það eru svona 25 hús. Það er ljóst að það mun taka allnokkurn tíma að ganga frá þessum málum. Ég vonast til að við getum klárað stærstu málin á næstu einum til tveimur mánuðum en það gæti tekið um hálft ár að ná utan um meginhluta þessara tjóna.“

Ásgeir segir að búið sé að greiða um 400 milljónir króna í bætur vegna tjóns á innbúi eftir skjálftann. „Ég geri ráð fyrir að þau mál séu langt komin þó að ég þori ekki að fullyrða neitt um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert