Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr

Búrið sem kom á Skaga í síðustu viku frá Danmörku
Búrið sem kom á Skaga í síðustu viku frá Danmörku mbl.is/Skapti

Héðinn hf. hefur boðið ísbjarnarnefnd umhverfisráðuneytisins að smíða ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum. Í erindi sem Héðinn sendi Hjalta J. Guðmundssyni, formanni nefndarinnar, segir að tæknideild Héðins sé tilbúin til að hanna endurbætta útgáfu danska búrsins sem hingað var flutt, eða aðrar þær stærðir og gerðir sem þyki henta. Tekið er fram að Héðinn geti annast smíðina á mjög skömmum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert