Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning í nótt um að skip væri farið að hallast við Krossanesbryggju. Talið var nauðsynlegt að grípa til aðgerða og gengu hafnarverðir og slökkvilið í málið.
Dæling úr skipinu, Greta SI-71, gekk vel og var verki lokið á klukkustund. Skipið hét áður Margrét EA-710 en er ekki lengur í eigu Samherja. Talið er að farmi, brotajárni, hafi verið vitlaust hlaðið í skipið. Við það tók það að halla og rann þá ferskvatn og sjór inn í lestina.
Greta er 58 meter á lengd, 9,5 metrar á breidd og vegur um 1.100 tonn.
Að aðgerðum loknum er Greta nú fær í flestan sjó.