Umhverfisráðuneytið furðar sig á ályktun Blaðamannafélagsins

Ísbjörninn á Hrauni
Ísbjörninn á Hrauni mbl.is/Skapti

Það sætir furðu að stjórn Blaðamannafélags Íslands skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga 17. júní sl. og saka umhverfisráðherra um ritskoðun frétta. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðuneytisins við ályktun sem stjórn Blaðamannafélagsins sendi frá sér í gær.

„Fréttamenn á vettvangi mynduðu hræ hvítabjarnarins að vild þegar lokið hafði verið við að taka sýni úr skepnunni, lögum og reglum samkvæmt. Aðgangur að hræi skepnunnar var því ekki takmarkaður eins og stjórn Blaðamannafélagsins fullyrðir í ályktun sinni heldur öllum opinn þegar dýralæknar Umhverfisstofnunar höfðu lokið sýnatöku. Myndatökur voru því ekki hindraðar eins og glöggt mátti sjá í fjölmiðlum.

Umhverfisráðherra hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að myndir sem sýna skotmenn standa sigri hrósandi hjá bráð sinni, líkt og teknar voru á Þverárfjalli 3. júní sl., séu afar ógeðfelldar. En það breyti því ekki að aðgangur að hræi bjarndýrsins á Hrauni var ekki takmarkaður eftir að nauðsynlegum sýnatökum og rannsóknum var lokið og óskiljanlegt að stjórn Blaðamannafélags Íslands álykti með þessum hætti í ljósi staðreynda máls.„

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka