Hvítabjörninn sýndur á Hafíssetrinu á Blönduósi

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Birnan sem sást í æðarvarpi við bæinn Hraun á Skaga á dögunum og var felld í kjölfarið, er í sútun og að því loknu fer hún í uppstoppun. Beðið er eftir fyllingarefni frá Bandaríkjunum sem notað er til að stoppa dýrið upp.

Beinagrind bjarndýrsins verður í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, rétt eins og beinagrind fyrra bjarndýrsins. Að lokinni uppstoppun verður birnan til sýnis á Hafíssetrinu á Blönduósi, samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun, en Hafíssetrið hafði áður lýst yfir áhuga á dýrinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka