Bryndís ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins

Bryndís Björgvinsdóttir
Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir, meistaranemi í þjóðfræði, hefur verið ráðin
ritstjóri Stúdentablaðsins skólaárið 2008-2009. Bryndís hefur víðtæka
reynslu af ritstjórnarstörfum og hefur meðal annars gefið út barnabók,
ritstýrt Beneventum, skólablaði MH, skrifað í lesbók Morgunblaðsins, ritað
pistla og greinar á vefritid.is, kistan.is og hugsandi.is.

Hún hefur ritstjórastörf í byrjun september, að því er segir í tilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert