Jóhannes Jónsson í Bónus undirbýr kæru vegna Baugsmálsins

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Jónsson, gjarnan kenndur við Bónus, er ásamt lögfræðingum sínum að vinna að kæru á hendur ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins svokallaða. Hann mun afhenda kæruna síðar í þessum mánuði.

„Ég ætla að sækja rétt minn gegn þessum háu herrum,“ segir Jóhannes. „Ég er ósáttur við embættisfærslur ríkislögreglustjóra, og eins framkomu dómsmálaráðherra á meðan á málinu hefur staðið. Og náttúrulega óánægður með yfirmann ákæruvaldsins hjá ríkislögreglustjóra.“

Jóhannes segist annars vegar fara fram á skaðabætur, og hins vegar að embættisfærslur þeirra sem komu að Baugsmálinu verði skoðaðar ofan í kjölinn.

Aðspurður hvort upphæð þeirra bóta sem hann fer fram á sé komin á hreint, segir hann svo ekki vera. „Það er verið að vinna að þessu fyrir mig, og kemur fram síðar í þessum mánuði. Þá skýrist þetta allt saman. En eins og ég hef margoft tekið fram muna skaðabætur, ef mér verða dæmdar þær, ganga til góðra verkefna í þjóðfélaginu. Ég mun ekki taka þær til mín.“ Um góðgerða- og styrktarmál af einhverju tagi verði að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert