Fjórir segja upp hjá REI

mbl.is

Fjór­ir starfs­menn, þar af þrír af fjór­um fram­kvæmda­stjór­um, hafa sagt upp hjá Reykja­vík Energy In­vest (REI) en þeir starfa áfram hjá fyr­ir­tæk­inu um sinn þar sem ekki hef­ur verið gengið frá starfs­lok­um við þá, að sögn Kjart­ans Magnús­son­ar, borg­ar­full­trúa og stjórn­ar­for­manns Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Kjart­an Magnús­son seg­ir að níu starfs­menn vinni hjá REI hér­lend­is. Hann bend­ir á að REI sé deild inn­an OR og upp­sagn­irn­ar hafi ekki veru­leg áhrif á starf­sem­ina. Verk­efn­in séu í góðum far­vegi auk þess sem vinn­an fari að miklu leyti fram hér­lend­is og sé að sumu leyti unn­in af starfs­mönn­um OR. „Það er til­tölu­lega auðvelt að koma verk­efn­um áfram til þeirra,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert