Verkefni REI í lausu lofti

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Upp­sagn­ir fjög­urra lyk­ilmanna hjá Reykja­vík Energy In­vest, REI, um mánaðamót­in koma þeim sem til þekkja ekki á óvart. Einn viðmæl­andi seg­ir að þeir hafi í raun dregið allt of lengi að segja upp. Fé­lagið hafi byrjað vel en stöðug ágjöf hafi verið síðan í októ­ber og eng­inn vinnufriður.

Orku­veita Reykja­vík­ur og þar með REI er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, sem á 93,5%, Akra­nes­kaupstaðar með 5,5% og Borg­ar­byggðar, sem á 1%. Ljóst er að framtíð REI og verk­efna fé­lags­ins er í hönd­um eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, stjórn­mála­mann­anna, sem stjórna því fyr­ir hönd eig­enda.

Und­ir­bún­ing­ur verk­efna

REI var stofnað fyr­ir rúmu ári um út­rás­ar­verk­efni OR er­lend­is. Starfið hef­ur fyrst og fremst fal­ist í því að safna og und­ir­búa jarðveg­inn, koma upp sam­bönd­um og tengslaneti. Fyrst þarf að fá rann­sókn­ar­leyfi, sem get­ur tekið eitt ár eða lengri tíma, og síðan vinnslu­leyfi, en ekki er farið út í vinnslu nema fyr­ir liggi vitn­eskja um auðlind og orku­sölu­samn­ing­ur.

Eina fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­ar­leyfið er í Dj­í­bútí í Afr­íku. Gunn­ar Örn Gunn­ars­son og Þor­leif­ur Finns­son hafa borið hit­ann og þung­ann af því. Einnig er í bíg­erð að halda áfram niður eft­ir Aust­ur-Afr­íku­hryggn­um.

Hverj­ir eru eft­ir?

Hjör­leif­ur B. Kvar­an, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, og Guðmund­ur F. Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri verk­efna í Eyja­álfu og Asíu, auk þriggja sum­ar­starfs­manna. Enn frem­ur starfa nokkr­ir er­lend­ir sér­fræðing­ar í Indó­nes­íu og fyr­ir fé­lag sem REI og Geys­ir Green Energy, GGE, eiga 50% í á Fil­ipps­eyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka