„Er náttúrulega bara bilun“

Benedikt ásamt landsliðinu í sjósundi. Hópurinn er nú staddur í …
Benedikt ásamt landsliðinu í sjósundi. Hópurinn er nú staddur í Dover á Englandi og vonast til að geta synt yfir Ermarsundið í vikunni. Myndin er fengin af vef Ermasundsverkefnisins.

Bene­dikt Hjart­ar­son sundmaður von­ast til að geta synt yfir Ermar­sundið á morg­un, en hann hef­ur beðið átekta, ásamt landsliðinu í sjó­sundi, í Do­ver á Englandi frá því í síðustu viku. Í dag var ekki óhætt að stinga sér til sunds en út­lit er fyr­ir að aðstæður verði góðar í fyrra­málið.

„Veður­spá­in er þannig að það eru lang­mest­ur lík­ur á því að við för­um í fyrra­málið. Þá leggj­um við senni­lega af stað um sjö leytið,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is.

Hann bend­ir á að skip­stjór­inn sem hóp­ur­inn ferðist með spái mikið í haf­straum­ana og það sé hann sem gefi mönn­um grænt ljós hvort óhætt sé að fara í sjó­inn eður ei. Hann telji lík­leg­ast að morg­undag­ur­inn verði góður „en við eig­um eft­ir að fá kallið frá hon­um,“ seg­ir Bene­dikt.

Hann von­ast til að ljúka sund­inu á 14 til 16 klukku­stund­um. „Ég yrði mjög ánægður með það.“  

En þurfa menn ekki að vera ör­lítið brjálaðir til að leggja í svona sund? „Þetta er nátt­úru­lega bara bil­un og ekk­ert annað,“ seg­ir Bene­dikt og hlær. Hann bæt­ir við að þetta sé fyrst og fremst skemmti­legt, og ekki skemmi fyr­ir ef sjór­inn sé líka brjálaður.

Lærði sína lex­íu

Aðspurður seg­ir Bene­dikt að hann sé í mjög góðri æf­ingu og sund­formið sé einnig mjög gott.  Hann seg­ist hafa náð að fækka sund­tök­un­um um 20% og hugi vel að mataræðinu.

„Það sem eru öðru­vísi við mig núna held­ur en í fyrra er að þá datt mér aldrei í hug að ég gæti hætt. Það voru all­ir aðrir sem myndu gef­ast upp, en mér datt aldrei í hug að það kæmi nokk­urn tíma fyr­ir mig,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að hann hafi lært sína lex­íu. Hann viti á núna að hann geti hætt. „Það er það eina sem er að trufla mig.“

Ef Bene­dikt kemst ekki á morg­un þá hef­ur hann tíma til 18. júlí að synda yfir sundið.

Dag­inn eft­ir að Bene­dikt lýk­ur sínu sundi ætl­ar landsliðið í sjó­sundi að synda boðsund yfir Ermar­sund og til baka. Þetta eru átta sund­menn og marg­ir þeirra eru fyrr­ver­andi landsliðsmenn í keppn­is­sundi.

Hægt verður hægt að fylgj­ast með leiðangr­in­um í beinni út­send­ingu á vef sunds­ins. Síðan verður stöðugt upp­færð með texta og mynd­um og síðast en ekki síst verður GPS staðsetn­ing sunds­ins sýnd á mynd­ræn­an hátt með nýj­um net­búnaði þannig að hægt verður að fylgj­ast með hvernig sundið geng­ur.

Sjá nán­ar á vef sunds­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert