Ekki vitað um slys á Íslendingum

Björgunarmenn ásamt gestum í Liseberg nú undir kvöld.
Björgunarmenn ásamt gestum í Liseberg nú undir kvöld. Reuters

Fótboltamótið Gothia Cup stendur nú yfir í Gautaborg þar sem Liseberg skemmtigarðurinn er. Alvarlegt slys varð í garðinum í dag þegar krani í Regnbogatækinu féll til jarðar. Fjöldi íslenskra ungmenna tekur þátt í mótinu og voru mörg þeirra í Liseberg í dag en ekki er annað vitað en að Íslendingarnir séu heilir á húfi.

Helga Magnúsdóttir er fararstjóri á vegum Úrvals-Útsýnar í Gautaborg og segir hún alla íslensku þátttakendurna, um 350 manns, vera á sínum vegum að undanskildum Selfyssingum sem ferðuðust á eigin vegum. Helga hafði heyrt í flestum hópunum og hafði enginn úr þeirra röðum verið í umræddum vagni.  Unglingarnir eru bæði strákar og stelpur og á aldrinum 13-17 ára. 

Ólafur Týr Guðjónsson, fararstjóri ÍBV í ferðinni, sagði alla Vestmannaeyinga hafa verið komna heim á hótel þegar slysið varð um hálf sjö leytið að staðartíma. Hann hafði heyrt í Snæfellingum sem voru allir heilir og töldu Snæfellingar að Selfyssingar hefðu sömuleiðis skilað sér allir óskaddaðir heim.

Auk ÍBV eru þarna unglingar frá KR, FH, Grindavík, Grenivík, Leikni og HK.  Samkvæmt bloggfærslu við frétt mbl.is mun enginn Leiknismaður hafa verið á staðnum.

Þegar óhappið varð er talið að um 28 þúsund manns hafi verið í skemmtigarðinum. Á fjórða tug manna var í hringekjuvagninum sem féll til jarðar. Tuttugu og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar af eru sex taldir alvarlega slasaðir en enginn lífshættulega.

Regnbogatækið, sem bilaði í dag með þeim afleiðingum að vagninn …
Regnbogatækið, sem bilaði í dag með þeim afleiðingum að vagninn fékk til jarðar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert