Frakklandsströnd að nálgast

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.
Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú um 2,8 km frá Frakklandsströnd og hefur hann nú verið á sundi í rúma þrettán tíma og synt um 49 kílómetra.

Gréta Ingþórsdóttir sem er um borð í bátnum sem fylgir Benedikt á sundinu yfir Ermarsund segir að nú sé verið að reyna að taka sem besta stefnu að landi þannig að útfallið taka hann ekki út aftur. 

Svæðið undan ströndinni gangi undir nafninu Graveyard of broken dreams og hafi margir sundmenn gefist þarna upp. Engan bilbug sé þó að finna á Benedikt sem beri sig vel þrátt fyrir svo langan tíma í sjónum og hann haldi góðum meðalhraða.

Hún sagði að fínt væri í sjóinn og orðið lygnt aftur en nokkur blástur var fyrr í kvöld. 

Farið er að rökkva á sundinu og búið er að festa ljósstauta á Benedikt svo hann sjái betur til og ekki síst til að hann sjáist sjálfur betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert