Lagður af stað yfir Ermarsund

Benedikt fær sér að drekka eftir hálftíma sund.
Benedikt fær sér að drekka eftir hálftíma sund.

Bene­dikt Hjart­ar­son sundmaður lagði í morg­un af stað yfir Ermar­sund frá Englandi til Frakk­lands. Bene­dikt tók fyrstu sund­tök­in í átt að Frakklandi klukk­an 7:36 að ís­lensk­um tíma.

„Bene­dikt fór vel af stað," seg­ir Gréta Ingþórs­dótt­ir, sem er um borð í bátn­um sem fylg­ir Bene­dikti yfir sundið.
 
„Veðrið er ágætt, nokkuð slétt­ur sjór," seg­ir Gréta og bæt­ir við að veður­spá­in fyr­ir dag­inn sé í lagi, en að veðrið muni hugs­an­lega versna eitt­hvað þegar líður á dag­inn.

Bene­dikt hóf sundið frá Shakesp­are Beach í Do­ver og ef allt geng­ur að ósk­um mun hann taka land Frakk­lands­meg­in eft­ir 12-14 klukku­stund­ir. Hægt er að fylgj­ast með sund­inu á sér­stakri net­síðu, sem stuðnings­hóp­ur Bene­dikts held­ur úti.  

Heimasíða sunds­ins

Benedikt undirbýr sig undir sundið í morgun. Myndin er tekin …
Bene­dikt und­ir­býr sig und­ir sundið í morg­un. Mynd­in er tek­in af vefsíðu leiðang­urs­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert