Tjónþolum boðin aðstoð

Mikið tjón varð á innbúi á jarðskjálftasvæðinu.
Mikið tjón varð á innbúi á jarðskjálftasvæðinu. mbl.is/Frikki

Þeir sem orðið hafa fyr­ir tjóni vegna Suður­lands­skjálft­anna í vor, sem ekki fæst bætt úr trygg­ing­um eða telja sig ekki hafa fengið full­nægj­andi úr­lausn sinna mála geta nú snúið sér til þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar í Tryggvaskála á Sel­fossi. Þar verður tekið á móti öll­um er­ind­um og þau flokkuð og skráð.

Það er upp­hafið að ferli þar sem hvert til­felli er metið og leitað lausna. Af­greiðslu­tími hvers er­ind­is velt­ur á um­fangi þess. Í til­kynn­ingu frá þjón­ustumiðstöðinni seg­ir, að ljóst sé að mörg flók­in verk­efni bíði úr­lausn­ar og því megi bú­ast við að tals­verður tími líði þar til af­greiðslu allra mála verði lokið.

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að koma með þess­um hætti til móts við þá sem orðið hafa fyr­ir tjóni eft­ir því sem hægt er og verður af­greiðsla mála unn­in í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in á jarðskjálfta­svæðinu.

Þjón­ustumiðstöðin í Tryggvaskála byrj­ar að taka á móti er­ind­um mánu­dag­inn 21. júlí n.k. og verður því síðan haldið áfram mánu­daga til fimmtu­daga kl. 13 til 16.   Net­fang þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar er olaf­ur­h­ar@tmd.is Þeir sem telja sig þurfa fyr­ir­greiðslu þá sem fjallað er um hér að fram­an er bent á að panta tíma í síma þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar eða með tölvu­pósti til Ólafs Arn­ar Har­alds­son­ar, for­stöðumanns, til þess að spara sér tíma við bið eft­ir af­greiðslu.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert