„Aldrei aftur í sjóinn"

Benedikt á sundinu í gær.
Benedikt á sundinu í gær.

„Ég get lofað ykk­ur því að ég fer aldrei aft­ur í sjó­inn og aldrei aft­ur í sund­laug," seg­ir sund­kapp­inn Bene­dikt Hjart­ar­son hlæj­andi en hann synti yfir Ermar­sund í gær fyrst­ur Íslend­inga.  „Ég hef verið að segja þetta við strák­ana hérna en það er nú svona meira í gríni."

Bene­dikt sagði, er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í morg­un, að hann væri af­skap­lega feg­inn því að sund­inu væri lokið. Þetta sé ákveðinn áfangi og að með hon­um sé ákveðinn kafli í lífi sínu bara bú­inn. Hann hafi þó enn ekki áttað sig al­menni­lega á hlut­un­um eða ákveðið hvað hann geri næst.

„Ég finn ekki fyr­ir tóm­leika, ekki ennþá að minnsta kosti. Er bara rosa­lega feg­inn því að þetta sé í höfn. Þetta hafa verið geysi­lega mikl­ar æf­ing­ar allt síðasta árið, sex daga í viku oft þris­var á dag," seg­ir hann.

Bene­dikt  seg­ist lítið hafa sofið í nótt vegna spennu og sjóriðu. „Loftið í her­berg­inu var á fleygi­ferð," seg­ir hann. Þá seg­ir hann grafa í úf­in­um á háls­in­um á sér, þar sem saltið hafi brennt húðina, en hann hafi gert ráð fyr­ir því að það myndi ger­ast og því gert viðeig­andi ráðstaf­an­ir.

„Ég er líka með þreytu­verki í upp­hand­leggj­un­um en það er þannig þegar maður synd­ir þetta langt á skriðsundi að þá not­ar maður fæt­urna voða lítið nema sem jafn­væg­is­tæki," seg­ir hann.  Bene­dikt fékk krampa í fæt­urna á fyrri helm­ingi sunds­ins og gat því ekki synt bring­u­sund, inn á milli til að hvíla sig, fyrr en á síðari helm­ingi leiðar­inn­ar. „Ég hafði gert ráð fyr­ir að synda svona fimm mín­út­ur á hverj­um klukku­tíma á bring­u­sundi til að hvíla mig en það gekk ekki til að byrja með," seg­ir hann.

„Þetta kom mér á óvart þar sem ég hef aldrei áður fengið krampa en það var ekk­ert annað að gera en að taka því."

Hann seg­ir það einnig hafa komið sér skemmti­lega á óvart hversu góðar viðtök­ur hann hafi fengið hjá öðrum sund­mönn­um er hann kom í land. „Það eru hérna allra þjóða kvik­indi að reyna þetta og það er mjög mik­il samstaða í hópn­um," seg­ir hann. „Fólk flykk­ist að manni þegar maður er bú­inn að klára til að sam­fagna manni."

Bene­dikt synti 61 km leið á 16 klukku­tím­um og einni mín­útu og seg­ir það vera um 48.000 skriðsund­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert