Boðsundssveit gerir sig klára

Boðsundsveit Sjósundlandsliðs Íslands, sem hyggst reyna við Ermarsund í dag er nú að gera sig klára fyrir sundið. ekki er þó ljóst hvort af sundinu geti orðið en verið er að kanna aðstæður til sunds.

Fyrr í morgun var talið ólíklegt að af sundinu gæti orðið vegna slæms sjólags og veðurútlits. Fram kemur á vefnum ermarsund.com að skipsstjórinn Andy King hafi nánast verið búinn að slá sundið af. Hann hafi síðan hringt aftur og sagt liðinu að  mæta á bryggjuna klukkan 9:30 að íslenskum tíma. 

Mjög líklegt er þó að liðið muni þurfa að synda samkvæmt plani B en það felst í því að synt verði ein leið.

Röð á Boðsundsveit er eftirfarandi:1. Heimir Örn Sveinsson
2. Hálfdán Freyr Örnólfsson3. Kristinn Magnússon
4. Fylkir Þ. Sævarsson
5. Björn Ásgeir Guðmundsson
6. Hrafnkell Marínósson
7. Birna Jóhanna Ólafsdóttir
8. Hilmar Hreinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert