Boðsundsveit Sjósundlandsliðs Íslands, sem hyggst reyna við Ermarsund í dag er nú að gera sig klára fyrir sundið. ekki er þó ljóst hvort af sundinu geti orðið en verið er að kanna aðstæður til sunds.
Fyrr í morgun var talið ólíklegt að af sundinu gæti orðið vegna slæms sjólags og veðurútlits. Fram kemur á vefnum ermarsund.com að skipsstjórinn Andy King hafi nánast verið búinn að slá sundið af. Hann hafi síðan hringt aftur og sagt liðinu að mæta á bryggjuna klukkan 9:30 að íslenskum tíma.
Mjög líklegt er þó að liðið muni þurfa að synda samkvæmt plani B en það felst í því að synt verði ein leið.
Röð á Boðsundsveit er eftirfarandi:1. Heimir Örn Sveinsson