Boðsundssveit gerir sig klára

Boðsundsveit Sjó­sund­landsliðs Íslands, sem hyggst reyna við Ermar­sund í dag er nú að gera sig klára fyr­ir sundið. ekki er þó ljóst hvort af sund­inu geti orðið en verið er að kanna aðstæður til sunds.

Fyrr í morg­un var talið ólík­legt að af sund­inu gæti orðið vegna slæms sjó­lags og veðurút­lits. Fram kem­ur á vefn­um ermar­sund.com að skips­stjór­inn Andy King hafi nán­ast verið bú­inn að slá sundið af. Hann hafi síðan hringt aft­ur og sagt liðinu að  mæta á bryggj­una klukk­an 9:30 að ís­lensk­um tíma. 

Mjög lík­legt er þó að liðið muni þurfa að synda sam­kvæmt plani B en það felst í því að synt verði ein leið.







mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert