Boðsundsveitin reynir aftur um helgina

Benedikt Hjartarson ásamt landsliðinu í sjósundi.
Benedikt Hjartarson ásamt landsliðinu í sjósundi.

Boðsundsveitin í sjósundi hefur framlengt dvöl sína í Dover í Englandi fram á mánudag til að geta gert tilraun til að synda boðsund yfir Ermarsund á laugardag eða sunnudag. Til stóð að sveitin reyndi við sundið í dag en það tókst ekki vegna veðurs og vélarbilunar í bát hennar.

Skipstjórinn Andy King ætlar að fylgja boðsundsveitinni yfir Ermarsund en hann fylgdi Benedikt Hjartarsyni er hann synti yfir sundið í gær, fyrstur íslendinga.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá upplýsingafulltrúa sundsins að King hafi boðið sveitinni að skjótast fram fyrir þá næstu sem eiga sundrétt. Þá ætli hann að leigja bát til að geta fylgt þeim yfir á laugardag eða sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert