Boðsundsveitin reynir aftur um helgina

Benedikt Hjartarson ásamt landsliðinu í sjósundi.
Benedikt Hjartarson ásamt landsliðinu í sjósundi.

Boðsundsveit­in í sjó­sundi hef­ur fram­lengt dvöl sína í Do­ver í Englandi fram á mánu­dag til að geta gert til­raun til að synda boðsund yfir Ermar­sund á laug­ar­dag eða sunnu­dag. Til stóð að sveit­in reyndi við sundið í dag en það tókst ekki vegna veðurs og vél­ar­bil­un­ar í bát henn­ar.

Skip­stjór­inn Andy King ætl­ar að fylgja boðsundsveit­inni yfir Ermar­sund en hann fylgdi Bene­dikt Hjart­ar­syni er hann synti yfir sundið í gær, fyrst­ur ís­lend­inga.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá upp­lýs­inga­full­trúa sunds­ins að King hafi boðið sveit­inni að skjót­ast fram fyr­ir þá næstu sem eiga sundrétt. Þá ætli hann að leigja bát til að geta fylgt þeim yfir á laug­ar­dag eða sunnu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert