Ekki verður af boðsundi

Sundhópurinn um borð í bátnum.
Sundhópurinn um borð í bátnum.

Ekk­ert verður af fyr­ir­huguðu boðsundi Sjó­sund­landsliðs Íslands yfir Ermar­sund í dag. Til stóð að hefja sundið klukk­an tíu í morg­un að ís­lensk­um tíma en þegar út var komið, til að kanna aðstæður, var bræla. Þá kom upp bil­un í gír­a­kassa báts hóps­ins og bíður hann þess nú að drátt­ar­bát­ur sæki hann þar sem hann rek­ur úti fyr­ir Do­ver. Þetta kem­ur fram á vefn­um Ermar­sund.com.

Fyrr í morg­un var talið ólík­legt að af sund­inu gæti orðið vegna slæms sjó­lags og veðurút­lits. Skips­stjór­inn Andy King ákvað síðan að  bjóða hópn­um að reyna eft­ir að hafa kannað aðstæður bet­ur og kom­ist að þeirri niður­stöðu að mögu­leiki væri á því að hóp­ur­inn gæti lokið sund­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert