Sundið mikil þrekraun

Gréta Ingþórsdóttir

„Ég er með svo mikla sjóriðu núna, að ég get hvorki staðið né setið,“ sagði Bene­dikt Hjart­ar­son, 51 árs sund­kappi, eft­ir að hann hafði lokið sundi yfir Ermar­sund und­ir miðnætti í gær­kvöldi. Bene­dikt sem var ný­kom­inn um borð í bát­inn sem fylgdi hon­um yfir sundið, þegar Morg­un­blaðið náði tali af hon­um, sagði sundið á köfl­um hafa verið mar­tröð lík­ast.

„Það var eins og búið væri að slíta af mér báða hand­legg­ina. Svo missti ég af höfðanum þar sem yf­ir­leitt er komið á land, og þar með lengd­ist sundið um tvo og hálf­an tíma. En þetta hafðist,“ sagði Bene­dikt sem er fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að synda yfir sundið. Það gerði hann á sex­tán klukku­stund­um.

Varla er of­mælt að skelf­ing hafi gripið um sig um borð í fylgd­ar­bátn­um þegar straum­arn­ir urðu til þess að Bene­dikt missti af höfðanum, og dvínaði þá von margra um borð.

Gréta Ingþórs­dótt­ir, sem var um borð í bátn­um, sagði síðustu klukku­stund­irn­ar nán­ast óbæri­leg­ar. Einn maður hélt þó ró sinni, skip­stjór­inn Andy King. Eft­ir að Bene­dikt missti af höfðanum greip Andy til sinna ráða og lét Bene­dikt synda frá landi í nokk­urn tíma, eða þar til hann kom að lít­illi vík fyr­ir aust­an höfðann, þar sem straum­ar höfðu minni áhrif. Áætl­un­in gekk upp. Bene­dikt komst í land, þrekaður, kald­ur en ánægður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert