Fær ekki að fara oftar í sund

Starsfólk Árbæjarsundlaugar fékk í gærmorgun tilkynningu frá gestum laugarinnar um að karlmaður væri að fróa sér í gufubaðinu.

Í fyrstu lét maðurinn sér ekki segjast þegar hann var beðinn um að láta af athæfinu. Starfsfólkið hringdi á lögregluna, en hann var horfinn á braut áður en hún kom á vettvang.

Ólafur Gunnarsson, tæknistjóri sundlauga Reykjavíkur, segir að maðurinn muni verða undir eftirliti. „Starfsfólkið þekkir hann og hann fær ekki inngöngu framar.“

Hann segir starfsfólk annarra sundlauga hafa fengið lýsingu á manninum. Aðspurður segir hann enga aðra í álíka straffi í sundlaugum Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert